Feðgar í bíó / Einhverfa

Jæja sótti Inga beint eftir vinnu og fór beinustu leið í kvikmyndahús á Shrek the Third eða öllu heldur á Shrek þriðja en rétt áður en við gerðum það fórum við í BT og Skífuna uppáhaldsstaði Inga Þórs sem er forfallinn DVD og tölvuleikjakall name it PSP , PS2 of PS3 útgáfudag hvað leikurinn er bannaður , two play osfv hann er með þetta allt á tæru og hvenar myndirnar koma í bíó heima og erlendis , hvaða sýnishorn eru framan á myndinni hann coverar þetta allt saman.

Nú eftir að við vorum búnir að verlsa popp og kók var haldið inn í salinn og sýnishornin byrjuðu og vakti Underdog og Rattatoille mestu kátínuna hjá okkur og alltaf er hann að tönglast á því að ég sé búin að sjá Rattatoile.

Nú svi byrjar myndin og ég var búin að sjá Shrek fyrir löngu en núna í fyrsta skipti á islensku sem var fínt þeir eru klárir að talsetja og talsetningin var bara alveg ágæt fyrir minn smekk auðvitað er ekki að hafa allt perfect það er auðvitað soldið málinu okkar óþjála að kenna.

En í myndinni deyr ein sögupersónan ætla ekki að spilla fyrir ykkur og segja hver en Ingi minn ber greinilega óttablandna virðingu fyrir dauðanum, hann hvíslaði að mér nú verður hann grafinn í kirkjunni og í senunni í jarðaförinni lagði hann Ingi poppið til hliðar og spennti greipar og laut höfðinu sínu , mér fannst þetta verulega athyglisvert og ekki laust við að gamli hafi fengið sting í hjartastað, slík voru tilbrigðin í andlitinu hans Inga og svo var farið að hlæja aftur innan skamms nema hvað bara svona eins og í lífinu.

Þetta finnst ykkur kanski skrítið sem lesið þetta, en Ingi Þór minn er semsagt greindur með ódæmigerða einhverfu og er einhverfur sem slíkur og greinist á þessu einhverfurófi sem sagt með ódæmigerða einhverfu sem þýðir að hann er ekki eins og við hin segjum eðilileg ( Hvað síðan eðlilegt þykir er síðan annað mál , ég sem slíkur hef aldrei verið eðlilegur finnst mér allavegaSmile ).  Ingi minn eins og flestir einhverfir finna ekki svo mikið til svona tilfininga eins og ef einhver er sár eða leiður eða deyr og þarna fann ég svo stertk hvað Einhverfan hans er svo ólík mörgum öðrum tilvikum sem eru með honum til dæmis í deild sem eru greindir með einhverskonar einhverfu.

Áður en ég eignaðist Einhverfan dreng þá vissi ég nánast ekkert um einhverfu ég gat bara minnst á Rain Man já Dustin Hoffman lék einhverfan einstakling.  síðan las fSigga fyrrverandi allt um einhverfu og öðlaðist ég minn skilning í gegnum hana ef svo má segja vegna þess að ég held því fram í dag að ég hafi nokkurn vegin verið í afneitun um að nokkuð svona væri að drengnum mínum í þó nokkur ár, og fann ég því huggunina á botninum á nokkrum flöskum já ansi mörgum flöskum en það er annað mál og öllu leiðinlegra,  því að í einhverfu er margt fallegt hvort sem þið trúið því eða ekki og litli drengurin minn sem er ekkert svo lítill 9 ára og stór miðað við aldur, er einstakt barn og hefur gefið mér svo margt sem ég vissi ekki að væri til í mér allskonar tilfinningar og svo ofboðslega væntumþykju þráhyggju og bros svo mikið bros og gleði hann er alveg spes eins og öll sérstök börn, hann opnaði fyrir mér heim sem ég vissi ekkert um, ég vissi af þessu, en ekkert um Einhverfuna.

Jæja voðalega er maður orðinn djúpur, væminn og farinn að sounda eins og 78 snúninga rsipuð vínilplata, og hún Lísa vinkona þarf væntalega að hella sér uppá 2 bolla áður en lesningu þessarar ritgerðar minnar er lokið.

Hvar var ég aftur kominn / já eftir kvikmyndina um Shrek fórum við feðgar labbandi og ætluðum á Mcdonalds en þar var lokað í kringlunni enda klukkan orðin 8 , en við löbbuðum bara heim og fórum svo á bílnum niður í Faxfenið á Mcdonalds til að fá okkur í gogginn og þar fékk hann í barnaboxinu lítin dreka og Fionu úr Shrek af þvi að auðvitað fékk ég mér barnabox líka svo hann fengi nú tvö leikföng og er þess vegna að drepast úr hungri Errm. En hann var voða happy og svengdinn hverfur við brosið hans.

Nú erum við komnir heim og komnir uppí sófa ég að pikka á tölvina og hann að horfa á Kim Possible báðir í kósybuxunum okkar að hafa það verulega nice áður en ég veit af verður marr kominn í þjónustuhlutverkið að sendast eftir kexi og svala eða kók og snakki Cool

Sem er bara í góðu lagi , ég man nú eftir því þegar mér var þjónað af múttu gömlu og það var bara nice Now it´s my turn.

Lifi heil og farið varlega á vegunum í bústaðina eða með fellihýsinn og hvað þetta heitir allt saman þetta drasl. Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ekki fengið mér 2 kaffibolla, en bara nokkrar mintur og slatta af sopum af kók. Sjálfur hef ég ekki verið þeirri lukku lífsins gæddur að eignast barn (ennþá), en það kemur vonandi að því þegar unnusta mín flytur með dætrum sínum hingað til Akureyrar 1. ágúst.

Mín fyrrverandi er þroskaþjálfi og ég man eftir því þegar ég sótti hana stundum í vinnuna, þá kynntist maður sumum vistmönnunum þar, sumir hverjir mjög einhverfir. Og bróðir minn yngri hefur núna sl. misseri verið að vinna með mjög fjölfötluðum strák (ein af nokkrum vinnum hans) og ég sé sjálfur hversu ófróður ég er um málefni fatlaðra og einhverfra.

Nú er ég að blogga við þig (segir maður blogga við, blogga til eða blogga með?) og svo er bloggvinkona mín hér sem heitir Jóna ... bæði eigið þið einhverf börn. Og eins skringilega og það hljómar þá finnst mér það frábært og nauðsynlegt að fá þennan lærdóm. Því ef ég einhvern tíma eignast börn sjálfur, þá veit maður ekki fyrir víst hvernig þau verða ... og ég vil verða eins góður í föðurhlutverkinu og ég get orðið.

Mér heyrist þið feðgar líka stefna á nokkuð næs kvöld (eftir næs bíó og mat) - og það er yndislegt. Skákar öllum flöskubotnum alla vega.

Kærar kveðjur til ykkar feðga,
              góða helgi,
                        Doddi

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Ómar Ingi

Kallinn minn, þú átt vonandi eftir að finna eina yndislegustu tilfinningu sem hægt er að fá þar að segja þegar þú heldur á nýfæddu barni þínu.

Já þú hefur nú til dæmis meira tengls við Einhverfu en ég nokkurn tíma hafði og er það bara forréttindi að þekkja svona sérstök börn og einstakt fólk , það er nú ekki síðra fólkið sem vinnur með þau, það þarf sérstaklega vandað fólk á þau störf.

Ég er alveg viss um að þú verður góður faðir þegar að því kemur Doddi minn

og hvað varðar kvöldið þá var sko næs og eitrið kemst ekki í hálfkvist við það kallinn minn rétt er það.  En sopinn er góður sé hann notaður í hófi en það eru bara ekki allir sem geta farið með sopann hinn gullna meðalveg.

Ómar Ingi, 22.6.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband