Safnari og söfnunarárátta

Ég var að pæla í því hverskonar safnari ég væri ég hef nefnilega safnað öllum andskotanum en oftast gefist upp og hætt og farið að safna einhverju nýju, en hverju hef ég safnað svona um ævina, so far

Frímerki, Plötur , CD , VHS , DVD , Derhúfur , lyklakippur , úrum , fótboltamyndum , star wars myndum , bíoplakötum , Stills af leikurum, án efa er ég að gleyma einhverju eins og allavega Servéttum ég safnaði þeim eftir að Elísbet frænka gaf mér dágóðanbunka og mér tókst að safna 5 í viðbót þá var nóg komið, enda ömurlegt að safna sérvéttum kommon, þeim var öllum hent og það er eitt, svo gef ég eða sel allt frá mér en ég á nú nokkur hundruð dérhúfur flestar frá USA helv flottar margar hverjar. Enda með að selja þær væntanlega.

Ætli ég eigi ekki að verða rúmlega 1000 bíóplaköt og svona hundruði stills mynda af leikurum úr bíomyndum. VHS var allt gefið en ég á fullan kjallara af vínýl plötum og nóg af CD og DVD ennþá Hitt er ég flest allt ég búin að gefa frá mér, já frekar slappur safnari. Það verð ég að segja, þetta er eitthvað samt í mér að þurfa að safna og svo hætta þegar ég fæ leið á söfnunni, en í dag safna ég ennþá Plakötum , CD, DVD , and thats´it vonandi að ég fái ekki aðra söfnunaráráttu Frown

Fór að hugsa um þetta eftir að sjá stúlkur í kastljósi sem eiga yfir 500 pör af skóm Smile

Gott hjá þeim


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband