Glíma og 80´s

Ég hafði betur í glímu við djöfulinn í kvöld en til að byrja með hafði hann unnið í huga mínum, en þegar djöfullinn ætlaði að fara framkvæma bragðið, hafði ég betur við honum og felldi hann á  bragði sem ég poppaði upp svona rétt áður en hann réðst að mér sigurinn var minn og hann var góður.

Það er gott að vinna í glímuJoyful

Þetta lag sem ég er að hlusta núna á vekur nú aldeilis upp minningarnar frá því að ég var í bekkjarpartý hjá Magga með allmörgu góðu fólki úr Laugalækjarskóla í den en þá var kallinn 15 ára.

lagið er með Mezzforte og heitir This Is The night og var 12" mixið vinsælt þessu partýi og látin á aftur og aftur og já aftur Shocking  Þetta lag má einmitt finna á diski nr 3 úr 5 diska safni sem er nýkomið út og heitir 100 Islensk 80´s lög og er marga snilldina þar að finna en margt rusl líka enda um 100 lög að ræða frá 1980 til 89

Hver man ekki eftir Moscow Moscow , Shes Done It Again , Cant Walk Away , Serbinn , Út á Gólfið, Froðann, Fatlafól, Fram á Nótt , Waiting For An Answear, Energí og Trú.

Og línum eins og þessari : Hvernig heldur þú að það sé, að vera fitubolla 16 ára úr laginu Fornaldarhugmyndir með bandinu Lóla Smile

Gotta Love 80´s

Þetta safn á eftir að seljast í bunkum klárir þessir drengir hjá Senu stundum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já sérstaklega Útlendingurinn og Bingó  

Ómar Ingi, 9.6.2007 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband