HOAX

Já rétt er það fór aftur í bíó í kvöld enda kominn með fráhvarfseinkenni sem lýsa sér í flösu í hári.

Nú var það HOAX og hún er því miður bara sýnd þarna í þessu eina miðbæjarbíó sem réttast ætti að nefna smiðaverkstæðið enda gamalt smíðaverkstæði þarna í den. Það er búið að reyna lappa aðeins uppá þetta bíó reyndar, en sumu er bara ekki hægt að breyta svo gott verði, stundum er það bærilegt en oftast hörmung í mínum huga allavega en ég þekki útlending sem er afar hrifinn af þessu bíói.

Kvikmyndin sem ég fór að sjá þar er eftir leikstjórann Lasse Hallström sá hinn sama og færði okkur      My Life As A Dog, Whats Eating Gilbert Grape og Chocolate meðal annara en hann er sænskur kallinn.

Þessi kvikmyndin er byggð á sönnum atburðum um rithöfund (Gere) sem ekki fær bækur sínar útgefnar hjá útgefanda sínum þannig að hann lýgur að hann sé að vinna að einni merkustu bók samtímans um Howard Huges billjonamæringjann og sérvitringinn ( Þennan sem Leonardo Di Caprio lék í Avaitor ) Útgefandinn er mjög spenntur og vill gefa þá bók hans út og fær hann borgaðar litlar 1 milljon dollara + fyrir óskrifaða bókina, og svo er verkið eftir að skrifa og  skila bókinni svo að fá fólk til að trúa þessu þar á meðal sjálfan Howard Huges !!!!. Já þetta er virkilega góð kvikmynd og leikurinn hans Alfred Molina ber þar hæst ásamt Marcia Gay harden en svo er Richard gere alltaf þokkalegur en hann skilar þessu hlutverki vel undir færri handleiðslu Lasse Hallström það er sko auðvelt að mæla með þessari forvitnilegu kvikmynd sem heldur allan tímann athygli áhorfandans sem vart telur að þetta hafi verið hægt né gert en svo er nú staðreyndin samt.

3 skínandi stjörnur af 4 mögulegum ég mæli hiklaust með henni standardinn hjá Lasse heldur áfram að vera sterkur.

Meira segja bíóið gat ekki rústað þessari mynd fyrir mérCool

Have fun in the sun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband