29.5.2007 | 18:24
Prófessorinn
Þegar ég var ég var yngri en ég er í dag, þá starfaði ég eitt sinn sem dyravörður í kvikmyndahúsi reyndar allnokkrum þeirra en aðalega í Bíóborginni eða gamla Austuræjarbíói eins og margir kölluðu það og þar kynnstist maður mörgum týpunum alveg frá venjulega fólki sem sá allar myndir yfir í unglinga sem alltaf komu fullir í bíó á föstudögum og svo aftur á sunnudögum vegna þess að þeir ekki mundu ekki neitt eftir myndinni á föstudeginum, enda flestum hennt út vegna óláta, yfir í rónana sem vildu koma inní hlýjuna og fá smá break frá drykkju, nú eða bara frið til að drekka í myrkrinu á meðan Mel Gipson braut og skaut mann og annann, yfir í þann mann sem ég man hvað mest eftir, Prófessor sem kom alltaf í bíó klukkan fimm á fyrstu sýningu á virkum degi og spurði alltaf hvenar er myndin búin og svo fór hann inn, en ólíkt öðrum gestum fór hann alltaf svona 10 mínutum áður en myndin endaði hann sá semsagt aldrei endan á myndunum sem hann fór á og fór hann á þær margar aldrei fékk ég að vita af hverju!!. Hann var þögul týpa spurði bara um hvenar er myndin búin og ekki orð meir. Ég frétti einu sinni að hann væri prófessor í heimspeki í háskólanum og hann hefði lesið yfir sig í MR og aldrei borið þess bætur alltaf verið skrítinn eftir það, Ekki veit ég hvort sú saga sé sönn en hún var tekin trúanleg.
Af hverju er ég að segja þessa sögu , kanski vegna þess að þegar ég var í bíó í gær sá ég gamlan mann sem gerði nákvæmlega það sama hann fór út þegar sirka 10 mínutur voru eftir að myndinni , hvað veldur vilja menn ráða endinum sjálfir , var myndin bara leiðinleg að hans mati ,eða var hann bara þyrstur eða þurfti að fara heim að Kúka, ég veit það ekki en þetta er kannski svaklega heimspeki að sjá aldrei endan á kvikmyndum.
Ekki spyrja mig ég sé alltaf myndirnar frá byrjun til enda ?.
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Ómar Ingi, 29.5.2007 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.