Íri , Englendingur og Skoti

Íri, Englendingur og Skoti sitja saman á bar í Ástralíu. Útsýnið er frábært, bjórinn frábær og maturinn æðislegur.

 

"En," segir Skotinn, "pöbbarnir heima eru betri. Í Glasgow er lítill

 

bar sem heitir McTavish''s. Barþjónninn þar gerir vel við fastagestina og

 

fimmti bjórinn er alltaf ókeypis."

 

"Jæja," segir Englendingurinn, "á hverfisbarnum mínum, Rauða Ljóninu,

 

þá er þriðji hver bjór frír."

 

"Það er nú ekkert," segir Írinn. "Heima í Dublin er bar sem heitir

 

Ryan''s Bar. Um leið og þú stígur fæti inn fyrir dyrnar er þér boðið upp á bjór.. og annan... og annan. Eins mikið og þú getur í þig látið. Þegar þú ert

 

búinn að fá nóg af bjór, þá er farið með þig upp þar sem þú færð nóg að ríða.

 

Allt í boði hússins."

 

Englendingurinn og Skotinn horfa vantrúaðir á Írann, en hann sver að

 

þetta sé dagsatt.

 

"Nú..," spyr Englendingurinn, "gerðist þetta fyrir þig í alvörunni?"

 

"Ekki mig persónulega," segir Írinn. "En þetta kom fyrir Birnu systir..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Fyndin stelpa

kanntu annan kannski

Ómar Ingi, 29.5.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Ómar Ingi

Ahhhh Ha ha NOT.

Ómar Ingi, 29.5.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband