Laug dag ur kv öld

Þessi laugardagur byrjaði með hausverk dauðans og það ekki eftir brennivínsdjamm, pælið í því, svona getur þetta verið.

Sólin skein og allt verður einhvernveginn skemmtilegra að takast á við meira segja hausverk, einn tafla, soda og kaffi, beint útí bíl á vit ævintýra dagsins sem í hnotskurn eitthvað á þessa leið

Tölvast , spila eðal músik , verlsa mat og drykki , skoða í búðir , heyra í Oliver syni mínum sem var Home Alone hehe góður, og viti menn svo gerði ég eitt sem ég hef ætlað mér að gera alveg heillengi eiginlega í mörg ár , varð túristi í minni eigin borg og labbaði niður laugaveginn upp skólvörðustiginn og fór upp í turn Hallgrímskirkju og tók myndir eins og mér væri borgað fyrir það alveg bak og fyrir LoL Snillingurinn ég var samt ekkert að pæla í því hvað klukkan var nefnilega að verða 3 og viti menn það blæðir ennþá úr eyrunum á mér Crying ég hafði fyrir nokkrum sekúndum skotið myndum af þessum líka cool kirkjuklukkum litlum og STÓRUM og klukkan 3. Jú þá hringja þær BIG TIME mér brá allverulega sérstaklega þar sem sænsk kona öskraði af hræðslu um leið nánast upp í eyrað á mér og fór reyndar að hlæja þegar hún sá svipinn á mér sem var svona einhvernveginn Gasp, en þetta var nú gaman hehe, svo skoðaði ég þarna uppi ljósmyndasyningu fólksins sem tekur alltaf myndir af kirkjunni í hverri viku ef ekki degi bara og það var flott sýning hjá þeim.

Eftir þessa túrista skoðun, labbaði ég í sólinni niður á Vegamót en þar var allt fullt af fólki í sólinni að borða og drekka, ég labbaði aðeins lengra og fór inná Cafe Oliver en þar uppi var opið útí sólina og minna af fólki þar gat ég sest niður, til að fá mér Brunch og einn svellkalldann öl með Ahhh hvað þetta var NICE mér leið ofboðslega vel svona eins og túristi í minni eigin borg sjaldan sem manni tekst svoleiðis upp og það í sólinni  í RVK.

Nú svo hringdi Moms and pops og villdu alveg endilega bjóða mér í mat um kveldið, sem ég þáði og labbaði heim á leið já góður göngutúr en ég hef gott af hreyfingunni ekkert mál þegar maður er með         I podinn í botni Nýja Armand Van Helden diskurinn alveg að gera sig "NYC Beat" singulinn í miklu uppáhaldi.

Um kveldið var lagt heim af stað til að þenja PZ þáttinn fyrir Mýrina, útá svölum með kaldan drykk í einni og SMS andi í hinni, en auðvitað var ógerlegt að fá vini mína til að fara á Party Zone kvöldið á Barnum þannig að ég hitti bara PZ strákana niðurfrá og var rífandi stemming í kofanum til rúmlega 3 að ég tel þar sem það átti að loka klukkan 3 vegna Hvítasunnudags Vá gaman en þá var bara haldið heim á leið. Sáttur við mig og menn gott góður dagur að verða búin.

Mér var boðið á Djamm dauðans 2 júní næstkomandi ,Stephan Bodzin og Jack Schidt á NASA og ég bara varla get beðið.

í kvöld ætla ég að tékka á Exos & Plugged drengina á NASA í boði Mr Red  það er techno.is sem heldur það djamm væntanlega ungt crowd og fíknó á staðnum.

Chill þangað til......

Hérna er heimasíða JACK SCHIDT  linkurinn fyrir neðan Check it

http://jackschidt.com/

Peace Out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband