Hump Day

Dagurinn verður bara mikið betri svona snjólaus í lok Maí.

Gott að vakna og starta sér og syninum í skólann svo í vinnuna, en ekki eftir að fá góða áminningu frá Inga litla syni mínum um, að alls ekki gleyma að skila til mömmu öllum leikjunum, sem honum er svo annt um , og að lokum eftir áminninguna AFTUR  " PABBI muna alls ekki gleyma leikjunum" Woundering

Vinnan læðist áfram enda nóg af verkefnum sem þarf að leysa svona rétt eins og hjá öllum öðrum vænti ég. Ég fæ að fara snemma heim úr vinnunni enda mætti ég snemma og vann í hádeginu til þess að pikka upp eldri son minn Oliver til að fara á leikinn í mestaradeildinni og sjá Liverpool vinna loftkælinguna frá Ítaliu, en þess bévitans loftkæling frysti mína menn í þetta skiptið og vann 2-1 en sem betur fer, er marr nú ekki að æsa sig of mikið yfir fótbolta í dag (En guð einn veit að það gerði ég hér áður fyrr). Eftir góða hamborgamáltíð og soda var rúnturinn tekinn og heim með drenginn minn sem er að vera jafn stór og ég og aðeins nokkrir mánuðir í bílprófið Whistling. Hann er að standa sig drengurinn, mikið er ég stoltur af honum á svo margan hátt er hann betri útgáfan af mér,  ég er allvega að vona hehe.

Trentmoller í eyrun þegar heim er komið og smá tölvu skraf og vinnsla, framundan í vikunni eru bíoferðir , djamm , rólegheit og eitthvað óvænt kanski Uhhhh kemur ykkur ekki við.

All in all it was a happy hump day eins og sumar kellur orða það!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já ég mundi sko eftir leikjunum , en auðvitað tókst mér gleyma HELV sunddótinu ARRGGG. Erfitt að eldast hraðar en aðrir, er kominn með linsur og ígræddan GSM bak við eyrað.

Og hættu svo að rífa endalaust kjaft, þarna dvergurinn þinn, þetta jaðrar við einelti hérna , engin annar sem nennir að Kommenta nema þú og þú ert sko í yfirvinnu í því .

Ómar Ingi, 24.5.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Ómar Ingi

Bíddu Bíddu Bíddu bakkaðu nú trukknum.

Hvenar sagðist ég eiga svona marga vini , ég bara man ekki eftir því ?

Mínir vinir, sko þeir sem vita af þessari síðu fengu ekki að vita það frá mér enda er þessi síða ekki sett upp til að setja met í Bloggvináttu né commentum, þetta er nú bara mín síða þar sem ég fæ útrás fyriir mínar skoðanir svona viðbjóð eins og rauðhært fólk , kommunista , kr inga, Valsara ,United osfv . og segja ´þeim sem vilja vita af Britney minni

Hann Sigurjón er kunningi minn af annari bloggsíðu og ekki get ég því kallað hann vin minn ennþá þessa elsku enda aldrei hitt hann, en hann tekur snilldar myndir og það í NYC ,hann á eftir að verða ein af okkar bestu ljósmyndurum.

Ég hefði nátturulega geta gert eins og þú og flestir aðrir og farið á flesta bloggarana á MBL og sent þeim mail um að vera vinur minn bættu mér inn og ef það er kölluð vinátta , nú þá á ég enga vini.

Ég svo held bara áfram að væla og það mest yfir að hafa bætt þér inn þú þarna litli kjaftur

Vertu svo stillt

Ómar Ingi, 24.5.2007 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband