20.5.2007 | 14:22
Ég elska hana samt
Það á ekki af henni Britney Spears minni að ganga , nú ég var búin að segja ykkur frá tónleikaferðalagi hennar þar sem hún kemur fram í House Of Blues aðalega víða um Bandaríkinn og lip syncar eða syngur eftir lögum sínum á diski.
Það er ekki eins og það sé nógu slæmt heldur þá fór allt hjá showið hennar í vaskinn í House Of Blues í Orlando Florida.
Þegar hún söng lagið Do Me bilaði diskurinn með rödd hennar og hikstaði fram og aftur. Þetta gerðist ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur fimm eða sex sinnum, hún var frekar vandræðaleg og sneri baki í áhorfendur og svo til að toppa þetta þá í lokalaginu þá var hún að dansa og henti sér niður á gólfið frekar harkalega vegna þess að Microphoninn, sem er um hálsinn á henni hreinlega brotnaði í tætlur og sumt fólk var hreinlega farið að púa að vinkonuna mína, uss þessir kanar
Slúðursögur eru á kreiki um að hún muni syngja í lokþætti American Idol sem fer í loftið í næstu viku. Við sjáum nú til með það.
En það er nóg að gerast hjá fleirum í bransanum því að Lady Sovereign brotnaði niður á tónleikum í NYC og fór að gráta , kvartaði yfir fátækt sinni og hún væri leið að syngja sömu lögin 2 ár í röð , hætti í hálfum lögum og fór síðan í miðjum tónleikum heim og sagði fólki að F### sér. Frekar furðulegt athæfi hjá svona nýlðiða sem er greinilega ekki að höndla pressuna (fyrir Nonna og Snæa) sem ekki vita hver þetta er, þá er þetta bresk rappari kona sem rappaði lagi Love Me Or Hate Me, en þar hitti hún liklega naglann á höfuðið. og ég veit þið eruð heldur engu nær hver þetta er SORRY.
Nú meira frá Stóra Eplinu NYC , Method man Rapparinn úr Wu Tang Clan var handtekinn fyrir meinta eign á Marijuana eða alls 28 grömmum en hann var á leið til Manhattan frá brooklynn þegar lögregla sá að bíllinn hans var óskoðaður hann var stoppaður og þegar rúðunni var rent niður kom þéttur reykur útúr bílnum, Þessir gæjar hvað er hægt að segja !!.
Donald Trump þættirnir Apprentice eru nú liðnir undir lok enda EKKERT áhorf á þá DUUU.
Shrek The Third fór rakleiðis á Toppinn sem aðsóknarmesta myndin í US þessa helgina , engin hissa á því meira um það á eftir....
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.