Laugardagur til lukku eða leti og Starálfur

 

Við feðgar vöknuðum klukkan 11.00 sem er svona alveg útúr korti hjá okkur , já við fórum seint að sofa í gærkveldi of vöknuðum algerlega útá túni en brosandi og vel hvíldir hlógum við og ærsluðumst aðeins í rúminu bara svona til að koma okkur í gang. svo þetta venjulega bursta tennur brosa framan í sætustu drengi sem við þekkjum í speglinum. Svo er það morgunverður og um leið og hann er búin er beðið um að fara í tölvuna, hehe myndi marr ekki hafa gert það sjálfur í den og auðvitað er það leyft, á meðan rennt er í gegnum blöðin  þar sem deilt er um uppbygginguna í miðbænum sem ekki allir eru sammála um og ég er ekki sammála Villa hjálmi en ég treysti honum til þess að græja þetta á besta veg.

Svo er að lesa meira og tölvast smá , taka til og svo eftir heilmikla leti þá eru feðgar sammála, nú þá er það ákveðið, farið er í göngutúr og endar hann í Kringlunni, nema hvað og þá fyrst í Skífunni og svo BT og svo má ég ráða, Eymundsson og Hagkaup svo er rölt heim og talað um heima og geima til dæmis ef einhver ætti að leika hann í kvikmynd þá myndi jhonny Deep leika hann og Bruce Willis mig, Humm Now there is an idiea

Svo er heim er komið er Cartoon Newtwork soldið spennandi hjá Inga og ég fer að ditta að Grillinu vegna þess að Ingi Vill Hamborgara með osti grillaðan og smá franskar með takk , það er nú hægt að redda því og farið í málið og það svo klárað.

Þá koma fréttir með Gúrkutíð og frambjóðendum sem halda að það sé nóg að kaupa ný föt og koma fram í nýjum fötum og með nýja klippingu og koma með nokkur kosningaloforð upp í erminni og við eigum kokgleypa þetta, Æ nei takk , fekar fer ég að dúlla við að gera mér kaffi, thank you very much.

Finn til Fine Young Canibals diska sem ég var búin að lofa að lána.

Svo er að gera klárt fyrir okkur feðga kósý kvöldið byrjar alltaf á Spaugstofunni vegna þess að Inga finnst þeir jafn skemmtilegir og mér finnst þeir Sick

But family first og Ingi fær að ráða nema hvað svo vill hann fara í tölvuleik osfv og svo er þetta bara orðið gott ég má fara því hann vill horfa á Teen Titans einn, ég er alveg sáttur og fer að horfa á mynd sem heitir A Good Year með Russell Crowe myndin mun koma beint á DVD hér heima.

Nú er ég að pikka þetta inn jari jari bla bla og morgundagurinn verður spennandi því þá mun ég fara í Bío meira um það á morgun.

Og nú ferskar fréttir Ingi var að sýna mér tönn sem hann var að rífa úr sér Smile Nei hún datt meira úr honum, barnatönn þetta er svo lítið í lófanum manns, well hún er búin að gera sitt gagn þessi.

Tannálfur eða Starálfur það er spurninginn

Good Night And Good Luck


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þakka þér nei þetta er Yngri drengurinn hann Ingi Þór snillingur í Tölvuleikjum og Kvikmyndum hann er 9 ára einstakt barn eins og þaðer oft nefnt og hann veit nokkuð mikið um þessa hluti og gæti kennt kennaranum sínum ensku .

Nei Nei Nei hef aldrei downloadað neinu nema trailerum sem er jú löglegt , þessar myndir fæ ég í vinnunni og hjá öðrum góðum mönnum tengdum bransanum þannig að öll eintök eru lögleg og oftast sé ég myndirnar löngu áður en þær koma í bíó en stundum auðvitað bara nokkrum dögum áður og svo auðvitað nokkrar aðarar eins og allir hinir þegar þær komast í sýningu.

Er akkúrat að fara sjá Spiderman 3 núna á eftir

Later skater

Ommi (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 11:51

2 Smámynd: Ómar Ingi

Það kemur reyndar fram þarna að hann er 9 ára á tíunda ári.

Vonandi voru pönnsurnar góðar hehe

Adios senorita

Ómar Ingi, 22.4.2007 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband