50 shades of gray

Fjórir vinir höfðu verið að fara í sömu veiðiferðina í mörg ár. Tveim dögum fyrir veiðiferðina segir einkona Reynis honum að hann megi ekki fara. Veiðifélagar Reynis urðu að sjálfsögðu leiðir vegna þessa en gátu lítið gert.

Tveim dögum síðar koma veiðifélagarnir að tjaldsvæðinu sem þeir ætluðu að tjalda á, á meðan veiðiferðinni stóð. Viti menn situr ekki Reynir þar búinn að tjalda og er að elda mat yfir opnum eldi.

 

"Andskotinn Reynir, hvernig tókst þér að sannfæra konuna um að þú mættir koma í veiðiferðina og hvenær komstu?"

 

... "Ég mætti hingað í gærkvöldi. Eftir kvöldmat í gærkvöldi þá sat ég inn í stofu þegar konan kemur aftan að mér og grípur fyrir augun á mér, ég sný mér við og þar stendur hún í glænýjum kynæsandi nærfötum. Hún sagðist hafa verið að klára bókina Fimmtíu Gráir Skuggar, og það var eitthvað púkalegt í henni augnaráðið"

 

"Hún dró mig því næst inn í herbergi þar sem reipi og handjárn voru á rúminu og sagði mér að binda sig niður og handjárna, sem ég og gerði."

 

"Eftir það sagði hún við mig; "Gerðu það sem þú vilt""

 

Þannig að já....hér er ég mættur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband