Dagbók ljóskunar!

Dagbók ljóskunar:

*Janúar: Skilaði trefli því hann var of þröngur.

*Febrúar: Var sagt upp á apótekinu því ég gat ekki skrifað verðmiða. Það er ekki mér að kenna flöskurnar passa ekki í vélina!

*Mars: Er rosalega ánægð með mig. Náði að klára púsl á 6 mánuðum sem ætti samkvæmt pakkanum að taka 4-6 ár. .

*Apríl: Festist alveg rosalega lengi í rúllutröppu út af því að rafmagnið fór ......

*Maí: Ætlaði á sjóskíði en varð að hætta við út af því að ég fann ekkert vatn með halla.

*Júní: Tapaði í sundkeppni í bringusundi, út af því að hinir keppendurnir svindluðu. Þær notuðu hendurnar.

*Júlí: Gleymdi bíllykklunum inni í bílnum og varð að bíða úti í svakalegu óveðri. Bílinn varð líka rennblautur út af því að blæjan var niðri.

*Ágúst: Gat ekki hringt í 112 af því að það vantar 12 takka.

*September: Ég ætla að reyna að finna út af hverju það stendur W á M&M namminu.

*Október: Fjandinn hvað það er erfitt að finna út úr þessu með M&M‘ið.

*Nóvember: Bakaði köku þar sem ég þurfti að skilja 12 egg. Varð þess vegna að fá lánaðar 12 skálar.

*Desember: Fór á ball þar sem maður þurfti að vera yfir 18. Það tók svolítinn tíma að safna saman hinum 17....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband