*Hjónin* *ákváðu að fara í sólarlandaferð.

*Hjónin* *ákváðu að fara í sólarlandaferð. * *Svo illa stóð á að konan komst ekki fyrr en nokkrum dögum seinna svo eiginmaðurinn fór á undan. * *Þegar hann er kominn á hótelið tekur hann upp fartölvuna og skrifar tölvupóst til konu sinnar. * *Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í póstfanginu og lenti pósturinn því* *óvart hjá nýorðinni ekkju er fyrr um daginn hafði jarðað manninn sinn. * *Veslings konan var rétt að jafna sig eftir athöfnina, opnaði tölvupóstinn sinn til að líta * *eftir samúðarkveðjum er við henni blasti bréfið.*

* *

*Þegar sonur ekkjunnar kom heim stuttu seinna, lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og * *stóð eftirfarandi ritað yfir skjáinn:*

  

*Til: Konunnar sem varð eftir.*

*Frá: Manninum sem fór á undan.*

*Efni: Er kominn á áfangastað*

* *

*Elskan, er kominn á staðinn heill á húfi. Er einnig búinn að kynna mér allar aðstæður* *og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. * *Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. *

* *

*Ástarkveðjur, þinn ástkæri eiginmaður.*

* *

*P.S. Fjandi er heitt hérna niðurfrá*

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Snilld! Takk!

Björn Birgisson, 3.3.2011 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband