16.11.2010 | 17:12
MINNA TUÐ, MEIRA STUÐ
EINN ÞEKKTASTI PLÖTUSNÚÐUR LANDSINS KIDDI BIGFOOT KEMUR Á KANANN
FM100.5 BIG MIX ER PARTÝVAKT KANANS Á LAUGARDAGSKVÖLDUM MINNA TUÐ, MEIRA STUÐ - ENGIN RÖÐ ........ BARA RÉTT ÚTVARPSSTÖÐ
Kiddi Bigfoot er án efa þekktasti plötusnúður landsins en hann hefur spilað nær sleitulaust frá 14 ára aldri. Kiddi eða Kristján Þór Jónsson eins og hann heitir réttu nafni hefur verið skemmtanastjóri og aðal plötusnúður á mörgum þekktustu og farsælustu skemmtistöðum landsins. Þar dugir að nefna staði eins Casablanca, Tunglið, Berlín, Deja Vú, Skuggabarinn, Astró, Hverfisbarnum og er þá fátt eitt upp talið.
Kiddi hefur nú gengið til liðs við Kanann FM100.5 og öll laugardagskvöld á Kananum verða núna sérvalin og keyrð áfram af Kidda Bigfoot. Bigfoot blandar þar saman útvarpsvænni danstónlist og partý tónlist af bestu gerð. Tónlistin verður látin flæða áfram ókynnt til að ná upp góðri partý stemningu. Nú geta aðdáendur Kidda hlustað á hann og tjúttað við músíkina hans án þess að þurfa að bíða í röð, þeir þurfa bara að stilla á rétta útvarpsstöð.
"Conseptið er "BIG MIX" og ég ætla að spila tónlistina sem hefur fylgt fólkinu sem sótti þessa staði eins Casa, Skugganum og þessum stöðum.
Þetta verða svo "signiture" lög tímabila og skemmtistaða. Sumt verður mixað og annað verður tekið í svona partý blöndu" sagði Bigfoot að þessu tilefni. "Við erum búnir að leggja svolítið mikla vinnu í að undirbúa þetta þannig að þetta verður spennandi".
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.