ÓRÓI / JITTERS Fullt Hús á Rás 2 * * * *

ÓRÓI / JITTERS * * * *Ísland 2010. Ls: Baldvin Z. L: Atli Óskar Fjalarsson, Hreindís Ylva Garđarsdóttir Holm, Haraldur Ari Stefánsson. Sambíóin Álfabakka, Sambíóin Kringlunni, Sambíóin Keflavík, Sambíóin Akureyri, Sambíóin Selfossi. 1:38 klst. Bönnuđ innan 12 ára. “Órói” er mjög vel heppnuđ íslensk unglingarćma í leikstjórn Baldvins Z. Hún er byggđ á tveimur bókum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, "Strákarnir međ strípurnar" (2007) og "Rótleysi, rokk og rómantík" (2008). Ţarna segir af leitandi unglingum í samtímanum sem lenda í margvíslegum uppákomum í samskiptum sínum innbyrđis og út á viđ. Ţau vilja vera tekin alvarlega en eru enn hálfgildingsbörn á ýmsum sviđum. Leikararnir eru sannfćrandi ţrátt fyrir ţađ ađ hlutverkin séu krefjandi. Unglingarnir ná kraftmikilli einbeitingu sem eflaust ber líka ađ ţakka leikstjórninni. Grínatriđi og sorglegar stundir liggja jafnvel fyrir ţeim. Leikarar af eldri kynslóđ eru líka traustir í hvítvetna. Myndatökustjórnin er markviss og vönduđ. Tónlist er sterkur og mikilvćgur ţáttur í heildarútkomunni. Unglingamyndir eru vandasöm verkefni og gleđilegt ađ sjá útkomu af ţessu tagi hjá hóp sem er jafn ungur. Og ţađ er fátítt ađ leikstjóri hefji feril sinn af jafn miklu öryggi og Baldvin Z.ÓHT Ólafur H. Torfason, RÚV, Rás 2, Síđdegisútvarp, 21. okt. 2010.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Stendur líka alveg undir ţví.

Emmcee, 21.10.2010 kl. 16:03

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband