Einn gamall

Ég vaknaði heima með þvílíka timburmenn!
Ég neyddi mig til að opna augum, og það fyrsta sem ég sá voru 2 Paratabs og AlkaZeltzer í glasi á náttborðinu.
Ég settist upp og sá fötin mín við rúmgaflinn, hrein og nýstraujuð. Allt herbergið var hreint og fínt og tiltekið.
Ég fór fram og öll íbúðin var þvílíkt glansandi fín. Ég rak augun í miða á kommóðu í ganginum og á honum stóð „Elskan, það er morgunmatur tilbúin í eldhúsinu, ég skrapp út í búða að versla, ég elska þig!“
Gjörsamlega gapandi yfir þessum skilaboðum fór ég fram í eldhús og það stóð, egg og beikon beið mín á borðinu ásamt Fréttablaðinu samanbrotnu við hliðina.
Dóttir mín sat við hinn endann á borðinu og var að borða Cherios. Ég spurði hana hvað hefði eiginlega gerst kvöldið áður!?
Hún svaraði; „Sko, þú komst heim um 4 – leytið í nótt, blindfullur og hálfrænulaus. Braust kristalskálina sem þið mamma fenguð í brúðkaupsgjöf frá afa og ældir í hundadallinn. Svo fékkstu glóðaraugað þegar þú labbaðir á klósetthurðina!“
Mér dauðbrá við þessa frásögn dóttir minnar svo ég sagði; „En, en, afhverju í ósköpunum er þá allt svona hreint og fínt og tilbúinn morgunmatur á borðinu handa mér!!? Ég hefði haldið að mamma þín myndi húðskamma mig!!?“
„Ó það!“ sagði dóttir mín, „Mamma dröslaði þér upp í rúm og þegar hún var að reyna að klæða þig úr fötunum þá hrópaðir þú á hana,

 

´HEYRÐU KONA, LÁTTU MIG Í FRIÐI, ÉG ER GIFTUR´!!!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband