31.8.2010 | 16:25
Ladies and Gentlemen - The Rolling Stones" 2010 - Sambíóunum Kringlunni - 23 September · 19:30 - 21:30 - Aðeins ein sýning - miðasala á midi.is
23. September næstkomandi verður haldin ein sýning á hinni sögulegu rolling stones mynd ladies and gentlemen í sambíóunum kringlunni. Þessi sögulegi viðburður inniheldur klassíska sviðsframkomu frá tónleikatúr þeirra 1972 ásamt því að innihalda nýtt aldrei áður séð viðtal við mick jagger sem nýlega var tekið upp á dorchester hótelinu í london og var tekið upp sérstak...lega fyrir þennan viðburð.
Í myndinni fara Jagger, Keith Richards, Mick Taylor, Bill Wyman og Charlie Watts með áhorfendur baksviðs og sýna þeim hvað gerðist þetta töfrandi sumar þegar þeir rokkuðu fyrir milljónum aðdáenda á uppseldum stöðum víðsvegar í heiminum. Í fyrsta sinn í 30 ár verður þetta sögulega verk sýnt í kvikmyndahúsum um allan heim.
Mynd og hljóð hefur verið endurunnin frá 16mm filmu og færð yfir í stafræn gæði. Myndin er því komin í háskerpu stafræn bíógæði með 5.1 hljóði og má því segja að hljóð og myndi sé eins og best verði á kostið.
Einungis verður ein sýning á þessum viðburði sem haldin verður í Sambíóunum Kringlunni 23. September n.k. kl. 19.30 og er miðasala hafin á http://midi.is/bio/10/2705/
Leikstjóri: Rollin Binzer
Leikarar: Mick Jagger,Keith Richards,Charlie Watts, Bill Wyman & Mick Taylor
Nýjustu færslur
- The New Romantic (2018) | Official Trailer
- Ralph Breaks the Internet Trailer #2 (2018)
- GusGus - Don't Know How To Love (Official Video)
- Er Climax La la Land on Acid?
- 'You'll Love It' - Kanye West/Lil Pump Parody
- Marvels Daredevil: Season 3 | Date Announcement [HD] | Netflix
- THE SUPER Official Trailer (2018) Val Kilmer,
- THE GIRL IN THE SPIDER'S WEB - Official Trailer 2
- Marvel Studios' Captain Marvel - Official Trailer
- The Haunting of Hill House | Official Trailer [HD] | Netflix
- STAN & OLLIE Official Trailer (2018) Laurel And Hardy Movie
- Method Man - Take the Heat ft. Dr. Dre
- THE BALLAD OF BUSTER SCRUGGS Official Trailer (2018) James Fr...
- Marvels Daredevil: Season 3 | Teaser: Confessional
- SHAZAM "Superpowers" TV Spot Trailer (2018) DCEU
Athugasemdir
Ekki er þetta nú allskostar rétt Ómar. Myndin er samsett úr myndskeiðum sem tekin voru upp á 16 mm filmu á fernum hljómleikum sem haldnir voru í Texas 1974. Búið er að uppfæra myndina í svonefnt HD (háskerpu sjónvarp) og setja hljóðið í 5.1 fjölrásaham (heimabíó). Þetta verður því nokkurskonar uppblásin heimabíósýning. En hvað um það, Rolling Stones "Live" 1974 í hljómgóðum bíósal er eitthvað til að láta sig hlakka til. Ég er alla vega búin að kaupa miða! Þakka þér fyrir að vekja athygli á þessari sýningu.
Óttar Felix Hauksson, 31.8.2010 kl. 18:15
Afsakðu Ómar. Þú hafðir á réttu að standa upptökurnar eru frá 1972 "Exile On Main Street" hljómleikaferðin. Hún var frumsýnd 1974. Þakka þér annars fyrir góða bloggsíðu.
Óttar Felix Hauksson, 31.8.2010 kl. 20:33
Þakka þér fyrir innlitið Óttar, það gleður mig að þér líki bloggið mitt.
Ómar Ingi, 31.8.2010 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.