Leikur Íslendinga og Rússa í Sambíóunum

Leikur Íslands og Rússlands í milliriðli EM í handbolta verður sýndur í beinni útsendingu í Sambíóunum í Kringlunni í dag. Þá verður leikurinn gegn Norðmönnum á fimmtudag einnig sýndur.

Íslendingar eiga ágæta möguleika á að komast í undanúrslit mótsins en þurfa á sigrum að halda gegn Rússum í dag og Norðmönnum á fimmtudag til að það gangi eftir. Hvetja Sambíóin fólk til að koma með góða skapið, jákvæðu straumana og hvetja strákana okkar.

Leikirnir verða sýndir í bestu mögulegu myndgæðum það er háskerpu og er öllum velkomið að mæta. Aðgangur er ókeypis. Húsið opnar klukkan 14:15 en leikirnir hefjast klukkan 15:00.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband