Færsluflokkur: Sjónvarp

Lindsay Lohan sem Elisabeth Taylor

Liz & Dick poster


The Walking Dead: Season 3 "Fight the Dead" Promo


Stöð 2 að gera gott mót

Stöð 2 stóreykur þjónustu við áskrifendur ·      

   Þrjár nýjar sjónvarpsstöðvar fyrir áskrifendur hefja göngu sína í dag·         Fyrsta íslenska barnastöðin –  talsett efni alla daga vikunnar·         Popptíví í endurnýjun lífdaga –nýir innlendir og erlendir þættir fyrir ungt fólk·         Netfrelsi Stöðvar 2 eflist – margfalt meira efni í boði

 Stöð 2 bætir verulega þjónustu sína við áskrifendur með nokkrum nýjungum sem munu fylgja frítt með áskrift að Stöð 2 frá og með fimmtudeginum 16. ágúst. Þrjár nýjar stöðvar bætast við, auk þess sem Netfrelsið stækkar töluvert. Þessar nýjungar gera áskrift að Stöð 2 mun verðmætari en hún hefur verið hingað til.  Óhætt er að segja að allir fái eitthvað við sitt hæfi, því á nýju stöðvunum verður boðið upp á vandað talsett eða textað barnaefni, vinsæla sjónvarpsþætti sem og fjölbreytt úrval nýrra og ferskra þátta fyrir ungt fólk. Nýju stöðvarnar sem bætt verður við eru Stöð 2 Krakkar, Stöð 2 Gull og Stöð 2 Popp. Að auki mun Stöð 2 Bíó fylgja með í pakkanum til áskrifenda Stöðvar 2. 

 

 PoppTíví –  nýir erlendir og innlendir þættir Sjónvarpsstöðin PoppTíví tekur stakkaskiptum en þar verður í fyrsta sinn boðið upp á veglega sjónvarpsdagskrá sem samanstendur af frumsýningum á mörgum vinsælustu sjónvarpsþáttunum fyrir ungt fólk í dag. Vinsælir þættir á borð við The Vampire Diaries, Step It Up and Dance, American Dad, The Cleveland Show, Supernatural, Pretty Little Liars, og Gossip Girl verða þar í aðalhlutverki auk fjölda annarra þátta. Aðalsmerki PoppTíví verður ferskleiki og mun hún miða að því að bjóða áskrifendum upp á ferskasta, léttasta, skemmtilegasta og umtalaðasta sjónvarpsefni hverju sinni, jafnt erlent sem innlent. Tónlistarþátturinn Íslenski listinn og kvikmyndaþátturinn Sjáðu verða á PoppTíví auk þess sem þeir Ólafur og Sverrir ganga til liðs við stöðina með þáttinn sinn Gametíví.Þá verður stefnt sérstaklega að því að bjóða upp á nýstárlega innlenda dagskrá sem verður allt í senn yngri, ferskari og meira ögrandi. Tónlistarmyndböndin verða svo ekki langt undan og munu enn prýða stöðina frameftir degi.  

 

Stöð 2 Krakkar – talsett og textað barnaefni alla daga vikunnar Stöð 2 Krakkar er fyrsta íslenska sjónvarpsstöðin sem sendir út talsett eða textað barnaefni alla daga vikunnar, að morgni og  síðdegis. Íslenska barnaefnið með Sveppa, Íþróttaálfinn og Skoppu og Skrítlu í broddi fylkingar mun einnig skipa stóran sess. Meðal þátta sem í boði  verða eru Dóra landkönnuður, Diego, Mörgæsirnar frá Madagascar, Lína Langsokkur, Skoppa og Skrítla, Sveppi, Latibær og Doddi. Upp úr hádegi verður erlenda stöðin Disney Channel send út á stöðinni til kl. 16 eða þar til Stöð 2 Krakkar tekur aftur við og býður uppá textað efni fyrir krakka á skólaaldri  

 

 

Stöð 2 Gull – valdir þættir úr safni Stöðvar 2 og úrval klassískra erlendra þátta Á Stöð 2 Gull verður að finna úrval klassískra sjónvarpsþátta, jafnt innlendra sem erlendra. Þar gefst áskrifendum tækifæri til að endurnýja kynnin við marga af vinsælustu innlendu þáttum stöðvarinnar í gegnum tíðina eða jafnvel kynnast þeim í fyrsta sinn. Þá mun Stöð 2 Gull bjóða upp á úrval af bestu og vinsælustu erlendum þáttum síðari ára; hvort sem um er að ræða gamanþætti, spennuþætti, skemmtiþætti eða vandaða fræðslu- og heimildaþætti.  Útsendingin hefst klukkan 18 og á meðal þátta sem á stöðinni verða eru Ellen, Curb Your Enthusiasm, The Sopranos, Two And a Half Men, Steindinn okkar, Spurningabomban, The Drew Carey Show, Það var lagið og fleiri.   

 

 

Netfrelsi Stöðvar 2 eflist -              Horfðu hvar sem er, hvenær sem er -              Stóraukið framboð af efni -              Safn með úrvali af bestu innlendum þáttum Stöðvar 2 -              Kvikmyndir, heimildamyndir og barnaefni Netfrelsi Stöðvar 2 hefur slegið í gegn á undanförnum mánuðum en þar hefur áskrifendum Stöðvar 2 staðið til boða að horfa á alla helstu þætti stöðvarinnar á Netfrelsinu, allt að tvær vikur aftur í tímann. Nú hefur þessi þjónusta verið stóraukin með fjölbreyttara úrvali af nýju og eldra efni í bland. Frumsýndir sjónvarpsþættir á Stöð 2 verða nú aðgengilegir áskrifendum á Netfrelsinu í fjórar vikur. Þannig er auðveldara fyrir alla að fylgjast með eftirlætis þáttunum sínum auk þess sem nýir áskrifendur geta fylgst með því sem áður hefur verið á dagskrá.Á Netfrelsi Stöðvar 2 eru í boði tugir kvikmynda hverju sinni og verður framboðið uppfært mjög reglulega. Um er að ræða nýlegar gæðamyndir sem hægt verður að horfa á í tölvunni, spjaldtölvunni eða farsímanum.Íslenskar þáttaraðir sem sýndar hafa verið á Stöð 2 í gegnum tíðina verða í fyrsta sinn gerðar aðgengilegar áskrifendum á netinu. Þættir á borð við Sjálfstætt fólk, Eldsnöggt með Jóa Fel, Wipeout, Kompás, Logi í beinni og Matarást með Rikku eru meðal þeirra fjölmörgu þáttaraða sem í boði verða á Netfrelsinu. Þá mun áskrifendum standa til boða á Netfrelsinu mikið og fjölbreytt úrval af barnaefni auk þess sem þar verður að finna vandaðar og sérvaldar heimildamyndir og –þætti.„Tæknin gerir okkur kleift að bæta þjónustuna og við viljum leyfa áskrifendum okkar að njóta góðs af. Þeir fá meira fyrir peningana, en fyrir sama áskriftargjald og áður fá þeir nú aðgang að fimm fjölbreyttum sjónvarpsstöðvum. Að auki hafa allir áskrifendur aðgang að Netfrelsi Stöðvar 2 þar sem er að finna mikið magn af afþreyingarefni, bæði það nýjasta sem og úrval af allra besta innlenda sem Stöð 2 hefur sýnt í gegnum tíðina. Netfrelsið tryggir líka að hér eftir þarf maður ekki að hafa áhyggjur af því að missa af eftirlætis þáttunum,“segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband