Færsluflokkur: Matur og drykkur

Spurning um að fara bara að snúa sér alfarið að kokkinum

Ég er búin að vera í sumar að leita að bestu mareneringunni fyrir Kjúklingabringur og mér hefur loksins tekist að fullkomna snilldina mína.

Hún er Chilli sterk en alveg mögnuð og fær braggðlaukana af stað og svo ekki sé nú talað um hversu bringurnar verða alveg lungamjúkar.

Já alveg magnað hvað þetta er fljótt að koma þetta kokkerí hjá manni þegar maður leggst aðeins yfir þetta, hef staðið sjalfan mig að því að stilla á BBC food og horft á hana allt kvöldið og drekka í mig hinu og þessu hvað varðar matseld.

Held að bakteríuna hafi ég fengið þegar ég fyrir, tja hvað var það 2 ár um það bil ,give or take þá fékk ég að fylgjast með heimsfrægum kokki frá New York  David að nafni elda í heimaeldhúsi og reyndar algerlega rústa því enda vanur að vera í atvinnumanna eldhúsi og geta notað skrilljon áhöld og skálar osfv. En bara það sjá svo margt sem hann gerði við það eitt að matreiða pasta og kjúkling og salat og annað kom mér soldið af stað vegna þess að þrátt fyrir að þetta sé soldi erfitt er þetta svo sára einfallt þegar upp er staðið og svo djöfulli gaman. Já ég var orðin sýktur af bakteríu.

Ekkert skemmtilegra en að setja Sinatra í diskspilararann og byrja að elda.

Það sakar ekkert að hafa nú eitthvað til þess að sötra á meðan en það er svona meira spari Cool

Nú ekki ætla ég að segja ykkur hvernig ég fór að því að fá þessa snilldarútkomu hjá mér vegna þess að ég ætla testa hana á einvherju fólki fyrst og fá comment hjá því.

Mikil munur var líka á því hvort að ég mareneraði í 5 klt eða sólahring sólahringurinn var málið og þegar ég verlsaði sósurnar í Hagkaup þá var soldið mikið horft á mig enda ég með allar sósurnar í búðinni svo gott sem en allavega who cares ég á þá nóg af sósum Wizard

Mareneringin er ekki búin til úr þeim OK  :)   bara að testa sósurnar sem áttu að vera með Újjjjeee

Svo er bara að halda áfram og næst er það fiskur sem ég venjulegast borða ekki enda eru fískarnir í sjónum vinir mínir og svo fáir eftir Shocking

Já það verður verðugt verkefni til að kljást við ...

Áður en ég kveð set ég inn síðuna hjá kokkinum sem er soldið ábyrgur fyrir þessari nýjustu bakteríu hjá mér

http://www.davidrosengarten.com/

Hann er með vikulegt fréttabréf fyrir þá sem vilja gerast áskrifendur og hefur hann verið dómari á flestum Food & Fun hátíðum sem haldnar hafa verið á íslandi.

Saddur og sáttur kveð ég ykkur með kossi dúllur

Natti Natt


Vef (ís) síða dagsins er.....

Fyrir alla sem vilja gera sér góðan dag nú eða kvöld og búa til góðan heimatilbúin ís Wizard

http://www.ice-cream-recipes.com/index.htm

Verði ykkur að góðu


Reyka


Reyka & Hafdis Huld

Fleiri auglysingar með Hafdísi eru að finna á vefnum þeirra sjá að neðan : )

http://www.reykavodka.com/


Er Val Kilmer alltaf svangur ?

071307_spn_kilmer01.jpg

Hann er farinn að hræða mig, þessi annars ágæti leikari sem flestir kanski muna eftir frábæra túlkun sína á jim Morrison úr kvikmynd Oliver´s Stone  The Doors.


Erfitt að vera Edrú

Já Lindsay Lohan er komin aftur til vegas  og það í PURE þar sem hún ætlaði að halda uppa 21árs afmælið sitt en hún fór frekar í meðferð þessi elska ,reyndar er hún bara að drekka orkudrykk eða eitthvað óáfengt þarna skilst þeim sem sáu, nógu erfitt að halda sér edrú en að svona margir um heim allan séu að fylgjst með líka það er pressa Shiiii.


Gærkveldið

Það var góð skemmtun í gærkveldi hjá okkur Lísu.  Litli trukkurinn með eldspýturnar ákvað að bjóða mér út að borða á Argentínu þar sem við snæddum ekta steikur og yndislegt vín með og auðvitað var eftirétturinn tekinn með kaffi Ummm.

Eftir góða stund þar á bæ var stefnan tekinn a NASA þar sem bretinn DJ Desyn Masiello var að þeyta skífum eða öllu heldur CD , hann var góður og þurfti maður að hrista skankana aðeins í tilefni þess.

Nú eftir góða stund þar , var stefnan tekinn á B5 þar sem við sáum að okkar maður DJ Margeir aka Jack Schidt var að spila og neitaði ég að fara fyrr en hann myndi spila lagið mitt Cream og það gerði meistarinn auðvitað en það sem er ömurlegt við B5 er soundkerfið, þeir verða að fara bæta það því annað er í góðu lagi.

Svo var það taxi heim eftir gott kvöld og frábæra skemmtun

Setning kvöldsins kom frá Ásgeir Kolbeins eftir comment frá Betu " En hún er 22 ára"

U had 2 be there LoL

Næsta djamm verður 23 Júní á Barnum Dansa Meira kvöld Cool


Ný Íslensk netsíða

Ný netsíða fyrir alla svanga sem vita ekki hvað þeir eiga að hafa í matinn

 http://hvaderimatinn.is/

Sniðugt ekki satt Wink

 


ICELANDIC FISH & CHIPS

 

ICELANDIC FISH & CHIPS er veitingastaður sem er staðsettur í Tryggvagaötu 8 og er eitt best geymda leyndarmálið í matarmenningu Reykjavíkur þar er að finna góðan fisk matreiddan á mjög vel og hollan máta sem bragðlaukunum mínum finnst sko ekkert að, og er ég þó ekkert mikið fyrir fisk og kartöflur.

Blandan er mikil af fólki sem sækir þennan góða stað og útlendingarnir elska þennan stað og hlýtur að það að vera gaman fyrir eigendur að fá hrós eins og ég heyrði á meðan ég staldraði þarna við frá Bresku pari sem var að snæða og talaði um hvað þeim þætti þetta æðislega gott enda er nú Fish & Chips nú hreinlega fundið upp í Bretlandi svo ég best viti, en allvega þá villdi ég deila þessu með ykkur á blogginu mínu og bara svona fá ykkur til að borða eitthvað annað en óhollan skyndabita Grin

Eina sem ég er óhress með hjá ICELANDIC FISH & CHIPS er netsíðan þeirra sem, opnar innan skamms , en þetta er búið að vera svona síðan þið byrjuðuð með staðinn skam skamm og koma svo, setja síðuna í gang svo fólk sem er að spá geti skoðað matseðilinn og fengið vatn i munninn og brennt til ykkar í Tryggvagötuna til að snæða.

http://www.fishandchips.is/

En um að gera á meðan að netsíðan er ennþá í vinnslu, fyrir ykkur hin að fara og prófa, þetta er ódýrara en Mcviðbjóður osfv, svo ég tala nú ekki um miklu hollara og miklu betra.

Og til að svara þeim sem efins eru , Nei ég á ekkert í staðnum og kem ekkert nálægt rekstrinum, hehe  það er bara gaman að mæla með einhverju sem gott er, og vel er gert.

Bon appetit.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband