Færsluflokkur: Heimspeki

Góður

Prófessor einn fyllti krukku af steinum.

 

Þegar hann gat ekki sett fleiri steina í krukkuna þá spurði hann nemendur sína: Er krukkan full núna? Já svöruðu allir.

 

Þá tók prófessorinn fram smærri steina og setti þá varlega í krukkuna. Litlu steinarnir féllu niður á milli stóru steinanna og þegar hann gat ekki látið fleiri steina ofan í - þá spurði hann aftur. Er krukkan full núna? Allir voru sammála að svo væri.

 

Þá tók prófessorinn fram poka med sandi og hellti honum í krukkuna þar til hún var full og sagði svo: Ímyndið ykkur að þetta sé lífið ykkar.

 

- Stóru steinarnir eru það sem mestu skiptir í lífinu eins og fjölskylda,vinir, góð heilsa osv frv.

- Minni steinarnir eru minna áríðandi hlutir eins og hús, bíll og vinna.

- sandurinn er allt mögulegt annað.

 

Ef þið fyllið krukkuna med sandi er ekki pláss fyrir stóra og litla steina. Það sama gildir fyrir líf ykkar. Ef þið notið allan ykkar tíma og orku i yfirborðskennda og lítið mikilvæga hluti verður ekki pláss fyrir stóra og mikilvæga hluti. Allir í salnum kinkuðu kolli.

 

Tekur nú prófessorinn upp einn bjór og opnar hann og hellir úr honum yfir krukkuna og bjórinn rennur á milli sands og steina. Hann brosir til hópsins og segir:

 

Móralinn er að sama hvað skeður í lífi þínu - þá er alltaf pláss fyrir einn bjór!!!!!!!

 


Heilræði

Heilræði   1. Ef þú ert að kafna á ísmola, þá er ekkert auðveldara en að hella bolla af sjoðandi vatni niður um kokið á þér og stíflan losnar undir eins.  

2. Forðastu að skera þig þegar þú sneiðir grænmeti með því að fá annan til að hald á meðan þú heggur.    

3. Forðastu rifrildi við konuna um klósettsetuna með því að nota bara vaskinn.  

4. Þeir sem eru með of háan blóðþrýsting geta bara stungið á æð og látið sér blæða í smá tíma: það dregur úr þrýstingnum.  Mundu bara að taka tímann á meðan þér blæðir.  

5. Músagildra ofan á vekjaraklukkunni kemur í veg fyrir að þú bara slökkvir á henni og veltir þér yfir á hina hliðina til að sofa örlítið lengur.  

6. Ef þú ert með slæman hósta skaltu fá þér helling af laxerolíu.  Þá þorir þú ekki að hósta aftur.  

7. Þú þarft í raun bara tvö verkfæri:  WD40 olíu og grátt strigalímband.  Ef það hreyfist ekki þegar það á  að gera það, þá notarðu WD40, ef það hreyfist en á ekki að gera það, þá notarðu límbandið.  

8. Mundu: allir virðast eðlilegir þangað  til maður kynnist þeim.  

9. Ef þú getur ekki lagað það með hamri, þá er þetta rafmagnsbilun.

 

Heimspekingurinn Homer

Áfengi: "Bjór: Afleiðingin og lausnin að öllum vandamálum heimsins."

Þrautseigju: "Krakkar, þið reynduð ykkar besta og mistókst hræðilega. Lærdómurinn er að reyna aldrei."

Félagsskap: "Hver er tilgangurinn að fara út? Við endum hvort eð er hérna heima aftur."

Vinnuna: "Þú ferð ekki í verkfall ef þér líkar ekki við vinnuna þína. Þú ferð bara á hverjum degi og gerir það  með hangandi hendi. Það er ameríska leiðin."

Bandaríkin: "Bandaríska heilbrigðiskerfið er það besta á eftir Japan...Kanada, Svíþjóð, Bretlandi...jæja, allri Evrópu. En þú getur þakkað þínum sæla að við búum ekki í Paragvæ."

Konur: "Sonur sæll, konur eru eins og bjór. Þær lykta vel, líta vel út, þú myndir traðka yfir þína eigin móður til að komast yfir einn. En þú getur ekki stoppað eftir einn. Þú vilt drekka aðra konu!"

Dauðann: "Ekki láta dauða Krulla fá á þig strákur. Fólk deyr alltaf. Bara sisona. Þú gætir jafnvel vaknað dáinn á morgun. Jæja, góða nótt."

Menntun: "Hvernig á menntun að fá mig til að finnast ég gáfaðri? Þar að auki, í hvert sinn sem ég læri eitthvað nýtt, ýtir það einhverju gömlu efni úr heilanum á mér. Manstu þegar ég fór á víngerðarnámskeiðið og lærði að brugga, og ég gleymdi hvernig á að keyra bíl?

Kynlíf: "Ég ætla í aftursætið á bílnum, með konunni sem ég elska, og ég kem ekki aftur fyrr en eftir tíu mínútur!"

Sannleikann: "Staðreyndir eru tilgangslausar. Það er hægt að nota staðreyndir til að sanna allt sem jafnvel örlítið satt."

Lífsleikni: "Að komast undan (e. weaselling) hlutunum er mikilvægt. Það er það sem skilur okkur frá dýrunum...fyrir utan merði (e. weasels)."

Að eldast: "Pabbi, þú hefur unnið mörg afrek. En þú ert mjög gamall maður og gamalt fólk er gagnlaust."

Heppni: "Ef þú vilt afreka eitthvað í lífinu verður þú að vinna fyrir því. Hafið nú þögn - það er verið að tilkynna lottótölurnar."

Þjófnað: "Stela? Hvernig gastu það? Hefurðu ekkert lært af manninum sem predikar yfir okkur í kirkjunni? Kafteinn hvað hann nú heitir? Við búum í samfélagi laga og reglu. Af hverju heldurðu að ég hafi tekið þig á allar þessar Lögegluskólamyndir (Police Academy)?"

Íþróttir: "Sonur sæll, þegar þú tekur þátt í íþróttum skiptir ekki máli hvort þú tapar eða vinnur. Heldur hversu drukkinn þú getur orðið."

Andlega heilsu: "Af hverju þurfum við sálfræðing? Við vitum að strákurinn okkar er klikkaður."

Trú: "En hvað ef við völdum ranga trú? Í hverri viku værum við að gera Guð reiðari og reiðari?"

Eiturlyf: "Frægðin var eins og eiturlyf. En það sem var meira eins og eiturlyf voru eiturlyfin."

Hið yfirnáttúrulega: "Lísa, vampírur eru sögusagnir, eins og álfar, gremlins og eskimóar."

Kvennaíþróttir: "Lísa, ef Biblían hefur kennt okkur eitthvað annað, og hún hefur það ekki, er það að stelpur eiga að halda sig við stelpuíþróttir eins og olíuglímu, box án fata og svo framvegis."

Ölvun: "Ég er ekki í neinu ástandi til að keyra...Bíðið við! Ég er fullur. Ég ætti ekki að hlusta á það sem ég er að segja"

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband