Metrópólitan ópera í beinni útsendingu í SAMbíóunum Kringlunni
Nýverið náðust samningar milli Metrópólitan óperunnar í New York og SAMbíóanna og munu þau því hefja sýningar laugardaginn 24. Janúar í fyrsta sinn á Íslandi...
...Metrópólitan óperu í beinni bíóútsendingu á hvíta tjaldinu í stafrænum hágæðum og 5.1 surround hljóði
þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá metrópólitan óperunni í bíói á Íslandi og má segja að loksins sé komið tækifæri til að upplifa töfra Metrópólitan óperunnar eins og best verður á kosið í beinni útsendingu
Nýtist hágæða hljóð og sýningarkerfi sambíóanna ótrúlega vel enda er um að
ræða HI-Definition útsendingu með fullu 5.1 surround hljóði sem tekin er beint í gegnum gerfihnött.
Smelltu hér til að skoða Trailer Óperunnar
Óperan sem við byrjum að sýna og viljum bjóða þér að koma og sjá, nefnist
Orfeo ed Euridice eftir Gluck , endilega kynnið ykkur þá óperu á neðangreindum hlekk
Ef þú hefur áhuga á að mæta, sendu þá tölvupóst á opera@sambio.is og tilgreindu hvað þú tekur marga með þér, en það verður svo nafnalisti við innganginn. Gott er að mæta tímanlega eða upp úr kl. 17:15
Staður og stund : SAMbíóin Kringlunni, laugardaginn 24. Janúar, sýningin hefst kl. 18.00 og stendur hún yfir í uþb. 1 ½ klst.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Svo strax eftir helgina mun hefjast sala á næstu óperur á www.midi.is og í miðasölum SAMbíóanna
nálgast má frekari upplýsingar um óperurnar sem við munum sýna í beinni útsendingu í gegnum gerfihnött hér
http://www.metoperafamily.org/metopera/broadcast/hd_events_next.aspx
February 7: Donizettis Lucia di Lammermoor (betur kynnt síðar)
March 7: Puccinis Madama Butterfly (betur kynnt síðar)
March 21: Bellinis La Sonnambula (betur kynnt síðar)
May 9: Rossinis La Cenerentola (betur kynnt síðar)
UM METRÓPÓLITAN LIVE IN HD
2006/2007 tímabilið voru 6 beinar útsendingar frá metrópólitan í 7 löndum og sáu meira en 325.000 manns þær í bíó
2007/2008 tímabilið voru 8 beinar útsendingar frá metrópólitan í 800 kvikmyndahúsum í 17 löndum og sáu meira en 935.000 manns þær sýningar í bíó - 90% allra miða á þær sýningar seldust og var því uppselt á þær langflestar
2008/2009 tímabilið er rúmlega hálfnað en 11 beinar kvikmyndaútsendingar frá metrópólitan voru á dagskrá það tímabil og eru 4 sýningar eftir sem við munum sýna í almennum sýningum,
Það er von okkar er að íslendingar sýni þessu það mikinn áhuga að SAMbíóin sýni allt 2009/2010 tímabilið