Færsluflokkur: Trúmál

Deila um trú !!!

Kaþólskur prestur, Baptistaklerkur og Rabbíi höfðu lent í deilum um það hvaða trú væri sterkust. Þeir ákváðu loks að gera upp málið með því að fara út í skóg og snúa hver sínum birni til sinnar trúar.
Viku seinna hittust þeir á sama stað og báru saman bækur.
”Jú”, sagði kaþólikkinn, ”ég mætti birni og þegar hann ætlaði að ráðast á mig skvetti ég á hann vígðu vatni og las úr ritningunni. Hann mætir í sína fyrstu messu á sunnudaginn.
”Það er nú ekkert”, sagði klerkurinn, ”Ég predikaði um mikilleika guðs yfir mínum birni og hann varð fyrir þvílíkum áhrifum að ég gat leitt hann að næstu tjörn þar sem hann tók skírn”.
Þeim varð nú litið á Rabbían sem var á sjúkrabörum, allur gipsaður og nær hulinn umbúðum. ”Eh, svona eftir á að hyggja”, stundi hann, ”Kannski það hafi verið fljótræði af mér að byrja á umskurðinum”.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband