Færsluflokkur: Spaugilegt

Nonni 5 aur

Fimmtug kona með hjartaálfall var flutt í skyndi á spítala.  Meðan á aðgerð stóð var hún nærri farin yfirum.  Guð almáttugur birtist henni:
-Er minn tími kominn?  spurði konan.
- Nei, sagði Guð, þú átt 43 ár, 2 mánuði og 8 daga eftir ólifaða.

Á gjörgæslunni ákvað konan, þar sem hún ætti svona langt líf fyrir höndum að dvelja lengur á spítalanum og fá andlitslyftingu, brjóstastækkun, vararstækkun og gangast undir fitusogsaðgerð. Í leiðinni lét hún aflita á sér hárið og hvítta tennurnar.  
Eftir síðustu aðgerðina var hún útskrifuð af sjúkrahúsinu.
Á leið yfir götuna varð hún fyrir sjúkrabíl og lést samstundis.
Þegar hún kom fyrir Guð almáttugan krafði hún hann svara strax.

- Ég gat ekki betur skilið en ég ætti rúm 43 ár eftir ólifað!  
Afhverju bjargaðir þú mér ekki frá sjúkrabílnum!?




- Úps!  Ert þetta þú?!  Ég bara þekkti þig ekki aftur....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband