Færsluflokkur: Spaugilegt

Frí í vinnu

Mig bráðvantaði nokkra daga í frí frá vinnu en ég vissi að yfirmaður minn myndi aldrei samþykkja það svo ég ákvað að leika mig sturlaða og sjá hvort hann myndi ekki gefa mér veikindaleyfi.

Ég hengdi mig því upp í loft á fótunum og hékk þar þegar samstarfsmaður minn (blondína) spurði mig hvað ég væri að gera.
Ég svaraði að ég væri að leika ljósaperu svo yfirmaðurinn myndi senda mig í nokkra daga veikindaleyfi.
Nokkrum mínútum síðar kom yfirmaðurinn, spurði hvað ég væri að gera og ég svaraði að ég væri ljósapera.
Þú ert augljóslega búinn að vinna yfir þig, farðu heim í nokkra daga og hvíldu þig, sagði yfirmaðurinn.
Ég stökk niður og flýtti mér heim.
En þegar samstarfsmaður minn (blondínan) strunsaði út á eftir mér spurði yfirmaðurinn hana auðvitað hvert hún væri að fara?
Ég er að fara heim líka, svaraði hún. Ég get ekki unnið í þessu myrkri..

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband