Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ingi Þór kokkur ?

Það stefnir í að Ingi Þór sonur minn verði kokkur með þessu áframhaldi, hann er óður í að grilla og hjálpa til í eldhúsinu við að elda matinn þegar hann kemur til mín, og mamma hans segir sömu sögu af honum. Og nú er sko aldeilis mynd fyrir hann að koma frá Pixar sem er eitt allraskemmtilegasta kvikmyndafyrirtækið að hans mati eftir Toy Story 1, 2 og Bugs Life , Finding Nemo , Incredibles og svo kemur þessi Rattatoile sem fjallar um rottu sem er ekki bara venjuleg frönsk rotta heldur meistarkokkur og þessari mynd gerði ég skil fyrir nokkru siðan, ekki er minna talað um kvikmyndir og tónlist hjá Inga mínum og sver hann sig þar með rækilega í ættina

Hann er með það á hreinu hvaða kvikmyndir eru að koma og hvenar þær byrja jafnt í US eða á Islandi og ekki er minni áhugi á Tölvuleikjunum í PSP og PS2 þó aðallega.

Það er gaman að fylgjast með honum surfa internetið á Disney síðurnar eða Cartoon network nú eða Apple síðuna til að skoða sýnishorn af væntanlegum kvikmyndum og svo apar hann eftir öllum skemmtilegu setningunum úr þeim á frummálinu ensku, sem er nánast að verða hans annað tungumál og hugsa ég að hann gæti á næsta ári farið að kenna enskuna fyrir kennarann.

Og þegar við vorum orðnir saddir eftir vel heppnaðann grillaðan kjúklinginn sagði hann well done chef Pabbi , i will now go back watching TV.

Ingi Þór Chef

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband