T


Barnafantur vitnar iðulega í Biblíuna - TRÚ ER AF HINU ILLA .

Lögreglan rannsakar meint ofbeldisbrot mannsins gegn þremur börnum hans.

Lögreglan rannsakar meint ofbeldisbrot mannsins gegn þremur börnum hans. DV/Stefán Karlsson.

Föstudagur 19. september 2008 kl 21:24

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

Barnafanturinn sem sætir nú rannsókn vegna grófs ofbeldis gegn eigin börnum er talinn trúaður og vitnar gjarnan í hina heilögu ritningu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki vita til þess að börn manns sem er grunaður um að hafa beitt þau hrottalegu ofbeldi, hafi þurft á læknisaðstoð að halda.

Maðurinn sem um ræðir er á fertugsaldri og greindi Stöð 2 frá því á miðvikudag að hann væri grunaður um að hafa notað börnin sín sem skotskífu í hnífakasti. Þá vildi lögreglan ekki kannast við að hafa málið til rannsóknar. Næsta dag staðfesti hún það hins vegar og sögðu rannsóknina langt komna.

Í samtali við dv.is segir Friðrik Smári að rannsókninni ljúki mögulega í næstu viku. Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra. Hann vill hvorki játa því né neita að maðurinn sé grunaður um að hafa notað eggvopn á börnin.

Friðrik Smári segist ekki vita til þess að börnin hafi þurft á læknisaðstoð að halda vegna ofbeldisins eða lagst inn á sjúkrahús. „Ekki það að við vitum,“ segir Friðrik.

Maðurinn bjó einn með börnum sínum þremur en nágranna þeirra grunaði aldrei að nokkuð misjafnt ætti sér stað á heimilinu. Hann er trúaður og vísar gjarnan í Biblíuna máli sínu til stuðnings. Hann hefur þó lent í vandræðum vegna trúarsannfæringar sinnar þar sem hann hefur ítrekað verið bannaður á íslenskum spjallvef, meðal annars fyrir að halda því á lofti að Guð líti samkynhneigða sömu augum og þeir sem leggjast með dýrum.

Tekið af DV


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband