Party Zone, Leópold og Nýdönsk remix á Rás 2 á laugardagskvöld

Í síðasta þætti apríl mánaðar verður það enginn annar en Leópold sem að verður plötusnúður kvöldsins.  Hann sendir okkur splunkunýtt og frábært sett frá Berlín þar sem hann er búsettur þessa dagana og verður spennandi að heyra hvort hann lumi ekki á einhverjum nýjum lögum frá honum sjálfum í settinu. Við munum spila nokkur remix af Nýdönsk en fyrstu mixin eru að skila sér inn í remix keppninnni okkar um þessar mundir.  Við minnum á að það eru allra síðustu forvöð að skrá sig til leiks í keppnina en loka skiladagur á remixi er 10. maí. Að vanda heyrum við ýmislegt nýmeti og þar á meðal í flytjendum eins og Jazzanova, Soulwax, Noir, The KDMS, Shane Linehan og fleirum, það er ekki ólíklegt að einhver af þeim frábæru lögum sem voru á Party Zone listanum fyrir apríl heyrist. Svo er aldrei að vita nema að ein múmía laumi sér einnig með.   Kveðja,Helgi & KristjánParty ZoneLaugardagskvöld milli 00:05 og 02:00 á Rás 2 pz.is PZ podcast PZ MSN PZ Facebook

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband