Party Zone

Plötusnúður þáttarins á laugardagskvöld verður enginn önnur en Laura Jones sem að verður að spila á Kanilkvöldi föstudaginn 18. maí á Faktorý.  Hún sendi okkur upphitunarmix sem að við spilum á laugardagskvöldið og er óhætt að segja að það verður enginn svikinn af þessu frábæra setti.  Kanilsnældurnar munu svo kíkja í spjall hjá okkur og segja ykkur allt um hvað verður að gerast á kvöldinu ásamt því að gefa nokkra miða á kvöldið sjálft. Kíkið á viðburðinn á Facebook hér 

www.facebook.com/events/396507510383641/<http://www.facebook.com/events/396507510383641/> Við

heyrum fleiri remix af Nýdönsk sem hafa borist í keppninni okkar og við minnum á lokaskiladagur í keppninni er núna 20. maí.  Að vanda heyrum við ýmislegt nýmeti, þar á meðal í flytjendum eins og Huxley, Okain, Sakro, Tornado Wallace, Jori Hulkkonen, Kraak & Smaak, Adana Twins og fleirum. Svo er aldrei að vita nema ein eðal múmía láti á sér kræla og ýmislegt fleira.   

Party Zone

Laugardagskvöld milli 00:05 og 02:00 á Rás 2 pz.is PZ podcast PZ MSN PZ Facebook


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband